Vorhátíð

Í dag var haldin vorhátíð Smáraskóla. Byrjað var á að safnast á sal þar sem Marimbasveit Smáraskóla flutti nokkur lög. Því næst var örlítil breyting á dagskrá vegna veðurs þar sem fjörið var flutt inn í Fífuna. BMX bros enduðu á sýningu í Smáranum við góðar undirtektir og allir fengu pylsur að lokum.

Posted in Fréttaflokkur.