Talmeinafræðingur

Verksvið talmeinafræðings er að aðstoða nemendur sem eiga við einhvers konar málörðugleika að etja. Algengast er að talmeinafræðingur aðstoði nemendur með framburðargalla (þ.e. rangan framburð einstakra hljóða), raddveilur (hæsi), stam og seinan málþroska.

Undanfarin ár hefur talmeinafræðingur prófað framburð hjá öllum nemendum í 1. bekk. Einnig leggur hann fyrir málþroskapróf og veitir nemendum, kennurum og foreldrum ráðgjöf ef óskað er.

Foreldrar nemenda, sem þurfa á aðstoð talmeinafræðings að halda, geta haft samband við umsjónarkennara barnanna eða Eyrúnu Rakel Agnarsdóttir sem er með viðveru í skólanum á þriðjudögum. Póstfang Eyrúnar Rakelar er eyrunrakel(hjá)kopavogur.is