Almenn ráðgjafarþjónusta og þjónusta á sérsviðum
Sérfræðiþjónusta er bæði veitt af sérmenntuðu starfsfólki skólans og einnig er hægt að leita til sérfræðiþjónustu skólaskrifstofunnar. Í öllum tilvikum sækja foreldrar/forráðamenn formlega um slíka þjónustu, oft með ábendingum og leiðsögn frá umsjónarkennara barnsins.
Umsjónarkennarar
Umsjónarkennarar, sem þekkja börnin eins og þau koma fram í skólanum, geta veitt nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra ráðgjöf t.d. varðandi námsfyrirkomulag, heimanám, nestismál og næringu svo dæmi séu tekin. Umsjónarkennarar leiðbeina foreldrum/forráðamönnum barnanna ef leita þarf til sérfræðiþjónustu skólaskrifstofunnar.
Leiðbeiningar um uppeldi barna
Sérfræðiþjónustan veitir m.a. leiðbeiningar um uppeldi nemenda eftir því sem óskað er eftir og aðstæður leyfa.
Forvarnarstarf
Kennarar eiga að vera vakandi fyrir sálrænum og félagslegum erfiðleikum nemenda. Hafi þessir erfiðleikar áhrif á nám nemenda skulu kennarar ræða við foreldri barnins og gera tillögur um úrbætur. Þær geta m.a. falist í ósk um athugun og greiningu. Forráðamenn barnsins geta komið með ósk um slíka athugun. Starfsmenn skóla og heilsugæslu geta lagt fram ósk um athugun að fengnu samþykki forráðamanna.