Sérkennsla

Í Smáraskóla er leitað allra leiða til þess að sem flest börn geti stundað nám við sitt hæfi í skólanum. Í sérkennslu eru námsþarfir nemandans greindar. Markmið eru sett fyrir hvern nemanda eða nemendahóp og kennsluáætlun gerð í samræmi við þroska, getu og námslega stöðu nemandans og er hún endurskoðuð reglulega. Námsefni og námshraði eru við hæfi hvers og eins. Skólinn leggur áhersla á markvisst og gott samstarf milli starfsfólks skólans og foreldra.

Sérkennslan fer fram á skólatíma og er skipulögð í lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans.