Kópurinn 2023

Síðastliðinn miðvikudag veitti menntaráð Kópvogsbæjar sínar árlegu viðurkenningar á uppskeruhátíð sem nefnist Kópurinn. Tvö verkefni frá Smáraskóla fengu tilnefningar. „Marimbakennsla í Smáraskóla“ – Ásta Magnúsdóttir tónmenntakennari og „Teymiskennsla og skapandi kennsluhættir í 5. bekk“ – Kristín Gunnarsdóttir, Kristín Jóna Kristjónsdóttir og Ragna Óladóttir.

Í umsögn um verkefnin segir;

Teymiskennsla í 5. bekk
Umsjónarkennarar kenna í teymiskennslu og beita afar fjölbreyttum og skemmtilegum aðferðum til að koma til móts við alla nemendur.

Marimbasveit Smáraskóla
Í tónmenntakennslu fá nemendur að kynnast ásláttarhljóðfærinu Marimba sem kemur upprunalega frá Afríku og nemendur eru mjög áhugasamir um. Einnig hefur verið boðið upp á Marimbaval í unglingadeild Smáraskóla.

Posted in Fréttaflokkur.