Erasmus+

Mynd: Frá undirritun samstarfssamninga Erasmus+

Smáraskóli uppskar ríkulega í síðustu umsóknarlotu Erasmus+. Næstu tvö skólaárin verðum við þátttakendur í fjórum Erasmus+ samstarfsverkefnum:

Democracy in a Digitalized Era: A blessing or a curse?

Rýnt í lýðræðislegan strúktúr hins stafræna heims. Hefur hinn stafræni heimur breytt hugmyndum okkar um lýðræði og ef svo er, hvernig þá? Saga lýðræðishugtaksins skoðuð. Stafræn borgaravitund og öryggismál verða einnig í brennidepli. Samstarfsskólar í Svíþjóð, Þýskalandi og Grikklandi.

Share our Similarities, Celebrate our Differences: School Diversity through INCLUSION

Leitað er leiða til að auka umburðarlyndi, virðingu og skilning í skóla margbreytileikans. Hér er átt við margbreytileika í sinni víðustu mynd og eru ólík færni og fjölmenning þar stór þáttur. Áhersla á að yfirstíga hindranir og efla samkennd. Samstarfsskólar á Spáni, Bretlandi, Tyrklandi og Þýskalandi.

Educational Garden of Eden: Exploring Innovation Methodologies in Schools

Markmiðið er að sporna við brottfalli úr skólum, með því að gera þá notalega, fylla þá gróðri og gera skólalóðir áhugaverðar. Nota fjölbreyttari kennsluaðferðir og huga að vexti og þroska jafnt innra sem ytra. Stuðla að gefandi samskiptum nemenda og kennara, innan skóla sem á milli landa. Efla tungumálakunnáttu, auka samskipti þjóðanna og fá nemendur til að upplifa sig sem Evrópubúa. Samstarfsskólar í Tyrklandi, Spáni, Austurríki og Tékklandi.

Sustainable Gastronomy: Let’s make a fresh start for healthy eating habits in school education

Heilsuefling og fræðsla um heilbrigt líferni. Í ljósi hárrar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma er mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um gildi næringar og hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu. Matarmenning landanna skoðuð. Áhersla er á að gera holla kosti eftirsóknarverða og finna leiðir til þess. Samstarfsskólar á Spáni, Rúmeníu, Tyrklandi og Þýskalandi.

Í þátttökunni felst fjölbreytt verkefnavinna, starfsmanna- og nemendaheimsóknir til samstarfsskóla í Evrópu, auk móttöku nemenda og kennara.

Spennandi tímar framundan!

#Erasmus+