Fullveldisdagurinn – opið hús

Í morgun var opið hús í skólanum í tilefni Fullveldisdagsins. Nemendur sýndu afrakstur fullveldisþemavinnu og Skólakór og Marimbasveit Smáraskóla sáu um skemmtun. Kaffisala var í góðum höndum 10. bekkinga í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð.

Innbrot á Þjóðminjasafninu

Nemendur 5.bekkjar hafa unnið hörðum höndum að gerð myndskreyttrar skáldsögu í anda bóka Ævars vísindamanns.Sögusviðið er Þjóðminjasafnið. Útgáfuhátið var slegið upp í Þjóðminjasafninu þar sem Ævar var að sjálfsögðu heiðursgestur.  

Meistaramót Kópavogs í skák 2023

Í síðastliðinni viku fór fram liðakeppni skóla á Meistaramóti Kópavogs í skák. Þátttakendur frá Smáraskóla stóðu sig öll með sóma og voru til fyrirmyndar. A og B sveitir skólans röðuðu sér í verðlaunasæti á eftir norðurlandameisturum Lindaskóla. Einnig fékk Smáraskóli verðlaun […]

Bleikur föstudagur – samkoma

Það var gaman að sjá samstöðu nemenda og starfsfólks á bleikum föstudegi í dag. Allir nemendur komu saman á sal og sungin voru nokkur lög.

Bleikur föstudagur

Á föstudaginn er Bleiki dagurinn sem er hápunktur árvekniátaks Krabbameinsfélagsins vegna krabbameins hjá konum. Í tilefni dagsins hvetjum við nemendur og starfsfólk Smáraskóla til að skrýðast bleiku á föstudaginn. Við munum koma öll saman á sal kl. 9:19 – 9:30, syngja […]

Breyttur útivistartími 1. sept.

Útivistar-reglurnar* *Skv. 92 gr. laga nr. 80/2002 Á skólatíma 1. september til 1. maí 12 ára börn og yngri mega lengst vera út til kl. 20 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22