Hlutverk nemendaverndarráðs

Nemendaverndarráð Smáraskóla er skipað samkvæmt heimildarákvæði í grunnskólalögum. Nemendaverndarráð starfar í samræmi við það sem segir í 39. gr. laga um grunnskóla, nr.66/1995: „Í grunnskóla er heimilt að stofna nemendaverndrráð til að samræma störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda varðandi námsráðgjöf, sérfræðiþjónustu og heilsugæslu.“

Hlutverk ráðsins er að fylgjast sérstaklega með nemendum sem af einhverjum ástæðum líður illa eða eiga í einhverjum erfiðleikum í skólanum. Nemendarverndarráð tekur sameiginlegar ákvarðanir um málefni einstakra nemenda eða nemendahópa. Því er einnig ætlað að fjalla um skipulag og framkvæmd skólastarfsins og að vera ráðgefandi fyrir skólastjóra um hvernig best skuli stuðla að jákvæðu námsumhverfi og alhliða velferð nemenda.