Frístund

Leiðarljósið
Skilgreining
Skipulag frístundar
Opnunartími
Starfsmenn
Verðskrá
Öryggisferlar
Starfsáætlun

Úr skólanámsskrá:

Við viljum að öllum líði vel í skólanum jafnt börnum, starfsmönnum og foreldrum.

Við viljum að jafnvægi, kurteisi og virðing einkenni samskipti foreldra og starfsmanna skólans.

Við viljum að friður ríki í skólaumhverfinu.

Við einbeitum okkur að mannrækt og að sýna hvert öðru hlýju.

Við tölum fallega hvert um og hvert við annað.

Við erum jákvæð gagnvart skólanum og leggjum okkur fram við að skapa góðan skólabrag.

Við leggjum áherslu á tillitssemi og við hlustum hvert á annað.

Við reynum að vera réttsýn hvert við annað.

Við mótum okkur stefnu til að fara eftir og reynum að fylgja henni eins vel og aðstæður leyfa.

Við spyrjum spurninga og leitum upplýsinga þegar við þurfum á að halda.

,,Með menntun og mannrækt að leiðarljósi”

Virðing – vöxtur – vizka víðsýni