Félagsmiðstöðin Þeba

Félagsmiðstöðin Þeba er starfrækt allt skólaárið og er undir stjórn Frístundadeildar hjá Kópavogsbæ. Félagsmiðstöðin er staðsett í Smáraskóla. Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á markvisst frístunda- og forvarnarstarf undir handleiðslu fagfólks. Lögð er áhersla á lýðræði, virka þátttöku, uppbyggingu sjálfsmyndar, ánægju og gleði. Í félagsmiðstöðinni er bæði boðið upp á opið starf og hópastarf, sem miða bæði að því að stuðla að auknum félagsþroska, samskiptahæfni, þátttöku og ábyrgð.

Opnunartími félagsmiðstöðvar;
Mánudagar; 17:00-22:00
Miðvikudagar 17:00-22:00
Annan hver föstudagur 19:30-23:00

Auk þess eru dagopnanir skipulagðar eftir viðverutíma forstöðumanns og starfsfólks. Yfir sumartímann er opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-22:00, auk dagopnanna.

Félagsmiðstöðin heldur úti Instagram síðu sem við hvetjum alla foreldra og forsjáraðila til þess að skoða. Þar koma inn allar auglýsingar um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar, og þar er auðvelt að fylgjast með hvað er að gerast hverju sinni.

Forstöðumaður: Guðrún Svava Baldursdóttir (Dúna)
Gsm: 696-1624. Netfang: duna(hjá)kopavogur.is