Umsókn um leyfi

Foreldrar/forráðamenn útfylli neðangreint eyðublað og skili til skólastjórnenda ef þeir fara fram á leyfi fyrir börn sín sem nemur 3 skóladögum eða meira.Umsjónarkennari veitir leyfi í einn til tvo daga ef ástæða þykir til.

 “ Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur”Úr lögum nr.91/2008 um grunnskóla, 15.gr.