Reglubundnar skoðanir og bólusetningar

1. bekkur: Sjónpróf, heyrnapróf, hæðarmæling og þyngdarmæling

4. bekkur:  Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling

7. bekkur:  Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling og athugun á litaskyni.
Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta)

9. bekkur:  Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.
Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, kíghósta og stífkrampa ( ein sprauta)

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.

Skólaheilsugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra áður en bætt er úr því.