Skólinn

Skipurit

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli fyrir börn á aldrinum 6 – 15 ára. Hann er staðsettur í Smárahverfinu í Kópavogi, nánar tiltekið við Dalsmára 1, í næsta nágrenni við Íþróttahúsið í Smáranum.

Smáraskóli var stofnaður 9. september 1994. Valgerður Snæland Jónsdóttir var ráðin skólastjóri Smáraskóla við stofnun hans. Haustið 1995 voru Gunnsteinn Sigurðsson og Elín Heiðberg Lýðsdóttir ráðnir aðstoðarskólastjórar við skólann. Haustið 1997 lét Gunnsteinn af störfum sem aðstoðarskólastjóri við Smáraskóla er hann tók við stöðu skólastjóra við Lindaskóla. Elín starfaði sem aðstoðarskólastjóri við Smáraskóla til ársins 2005 er Baldur Pálsson var ráðinn aðstoðarskólastjóri.

Í ágústmánuði 2007 tók Sigurlín Sveinbjarnardóttir við starfi skólastjóra og Sveinn Þór Elínbergsson við starfi aðstoðarskólastjóra.

Í febrúar 2009 lét Sveinn Þór Elínbergsson af störfum sem aðstoðarskólastjóri og Ásta Bryndís Schram deildarstjóri miðstigs var ráðin aðstoðarskólastjóri Smáraskóla.
Ásta var í námsleyfi veturinn 2010 – 2011 og var Björg Baldursdóttir ráðin til að leysa hana af.  Þegar ljóst var að  Ásta Bryndís myndi ekki snúa til baka úr námsleyfi sínu var staðan auglýst.   Björg Baldursdóttir starfandi aðstoðarskólastjóri var ráðin í stöðuna þann 1. ágúst 2011.  Hún er jafnframt deildarstjóri eldra stigs (6.-10. bekkur)

Haustið 2009 var Friðjófur Helgi Karlsson settur skólastjóri í leyfi Sigurlínar Sveinbjarnardóttur.  Hann var svo ráðinn til starfa sem skólastjóri Smáraskóla frá 1. ágúst 2010.

Deildarstjóri yngra stigs (1. – 5. bekkur) er Emilía Sigurðardóttir.  Emilía hefur sinnt því starfi frá því haustið 2007.

Björg Baldursdóttir sem hefur gegnt starfi aðstoðarskólastjóra frá árinu er í leyfi skólaárið 2015 – 2016.  Til skólans hefur verið ráðinn nýr aðstoðarskólastjóri, Halla Birgisdóttir sem kemur til með að leysa Björgu af sem deildarstjóri 7. – 10. bekkja og aðstoðarskólastjóri.

Árið 2016 var Anna María Skúladóttir ráðin aðstoðarskólastjóri Smáraskóla og gegndi hún því starfi til ársins 2018.

Frá janúar 2019 hefur gegnt stöðu skólastjóra Börkur Vígþórsson. Á sama tíma tók til starfa Krístín Sigurðardóttir sem aðstoðarskólastjóri skólans og sinnti því starfi til ársins 2022. Þá réðist til starfsins núverandi aðstoðarskólastjóri Aðalheiður Ævarsdóttir.