Símalaus skóli og skjálausar frímínútur

Viðauki við skólareglur

Í Smáraskóla er símnotkun nemenda óheimil í skólahúsnæði og á skólalóð á skólatíma.
Velji nemendur að koma með símtæki sitt í skólann bera þeir ábyrgð á tækinu,
eiga að hafa slökkt á því og geyma það í skólatösku eða á skrifstofu skólans. Einnig er hægt að sækja um aðgang að læstum hólfum sem 2-3 nemendur geta deilt.
Spjaldtölvur eru notaðar til náms í kennslustundum undir verkstjórn kennara.
Í frímínútum nemenda eru spjaldtölvur ekki í notkun og eru geymdar með bókum
og öðrum námsgögnum nemenda.

Viðbrögð ef ofangreint er ekki virt:

  1. Starfsmaður býður nemanda að setja tækið í skólatöskuna.
  2. Vilji nemandi ekki velja lið nr. 1 býður kennari nemanda að setja tækið í körfu í skólastofunni og sækja það í lok kennslustundar. Ef utan kennslustundar þá er nemanda boðið að geyma tækið á skrifstofu skólans.
  3. Við endurtekin brot eða ef ekki er farið eftir lið nr. 1 og/eða lið nr. 2 er nemanda boðið að geyma tækið hjá ritara og sækja það í lok skóladags. Atvikið er skráð í Mentor og foreldrar látnir vita.
  4. Fari nemandi ekki að tilmælum eða verði ítrekað uppvís að óheimilli tækjanotkun tekur agaferill skólans samkvæmt skólareglum við.