Námsráðgjafi

Félagsleg og andleg velferð nemenda í fyrirrúmi

Námsráðgjafi stendur vörð um félagslega og andlega velferð nemenda, gætir réttarstöðu þeirra og veitir ráð um nám. Hann er trúnaðarmaður nemenda og kennara og sinnir persónulegum málum sem honum berast vegna starfsins. 
Námsráðgjafi vinnur í nánu sambandi við foreldra eftir því sem við á.

Námsráðgjafi situr í nemendaverndarráði. Hann tekur þátt í að móta áfalla- og eineltisstefnu skólans ásamt öðrum starfsmönnum.

Hann er bundinn þagmælsku um málefni skólstæðinga með þeim fyrirvörum sem velferð skjólstæðings og lög krefjast.

Kolbrún Hanna Jónasdóttir námsráðgjafi, kolbrunhanna(hjá)kopavogur.is, er með aðsetur innan af miðrými á neðri hæð skólans (við Sandskeið í austurálmu skólans).