Skipulag röltsins

Umsjónarmaður foreldrarölts í stjórn foreldrafélagsins hefur samband við tengilið þess bekkjar sem á röltið næstu helgi. Tengiliðurinn hefur síðan samband við hina bekkjarfulltrúana í hópnum eða aðra foreldra og minnir þá á röltið. Yfirleitt er rölt á föstudagskvöldi en foreldrahópurinn getur ákveðið að rölta frekar á laugardagskvöldinu ef þeir telja það skynsamlegra af einhverjum ástæðum. Einnig er rölt á öðrum dögum ef sérstök ástæða þykir til, t.d. ef skemmtun er í skólunum og eftir að samræmdum prófum lýkur.
Röltið hefst á því að foreldrar mæta á Stöðina við Fífuhvammsveg (Select) og skrá sig á þar til gerð blöð sem eru í töskunni okkar sem er þar í geymslu.
Í töskunni eru allar nánari upplýsingar um hvernig haga skuli röltinu og hvernig bregðast skal við ef eitthvað kemur upp á. Tilvalið er að nota tækifærið og fá sér kaffisopa áður en lagt er af stað. Yfirleitt hefst röltið um kl. 22:30 og lýkur um kl. 00:30.