Ég kem í skólann til að læra og nýta hæfileika mína til fulls!
Ég fer eftir skólareglunum!
Almenn umgengni
- Við göngum snyrtilega um skólann okkar.
- Við förum úr útiskóm og setjum þá á sinn stað.
- Við hengjum yfirhafnir á snaga.
- Við neytum matar í nestis- og matartímum á viðeigandi stöðum.
- Allir skulu hjálpast að við að hafa snyrtilegt í kringum sig og viðhafa góða borðsiði.
Samskipti og háttsemi
- Við sýnum öllu starsfólki og hvert öðru kurteisi, tillitssemi og virðingu.
- Við förum eftir fyrirmælum kennara og starfsfólks skólans.
Stundvísi og ástundun
- Við mætum á réttum tíma í allar kennslustundir.
- Við leggjum okkur fram við námið og sýnum metnað í að gera ávallt okkar besta.
- Við mætum með viðeigandi námsgögn í kennslustundir.
Hollusta og heilbrigði
- Við komum vel úthvíld og með hollt nesti í skólann.
- Við komum ekki með sæta drykki, gos eða sælgæti í skólann nema við sérstaklega auglýst tækifæri.
- Við hvorki notum né höfum meðferðis; tóbak, áfengi eða önnur vímuefni á starfsvettvangi Smáraskóla.
Ábyrgð nemenda.
- Við slökkvum á farsímum og öðrum hljóðgjöfum í kennslustundum og geymum ofan í skólatösku.Öll slík tæki eru á ábyrgð nemenda.
- Við notum ekki hjól, vélhjól, hlaupahjól, hjólabretti eða línuskauta á skólalóð á skólatíma. Slík tæki eru á ábyrgð nemenda og foreldra.
- Við förum ekki út af skólalóðinni á skólatíma nema með leyfi kennara.
- Við komum ekki með eldfæri, hnífa eða annað í skólann sem getur skaðað nemendur eða aðra í skólanum.
Réttindi og skyldur
- Við eigum rétt á vinnufrið í kennslustundum.
- Við stríðum ekki og leggjum ekki í einelti.
- Við virðum og förum eftir settum reglum.