Skólaheilsugæsla Smáraskóla heyrir undir Heilsugæsluna í Smárahvammi, Kópavogi. Unnur Guðjónsdóttir skólahjúkrunarfræðingur sinnir skólaheilsugæslunni. Viðverutími skólahjúkrunarfræðings í skólanum er mánudaga kl. 8:30 – 14:00, miðvikudaga kl. 8:30 – 13:00, fimmtudaga kl. 10:30 – 13:00 og föstudaga kl. 8:30 – 12.00. Engin viðvera er á þriðjudögum. Netfang: smaraskoli@heilsugaeslan.is og beinn sími: 441-4812.
Skólalæknir er Stefán Björnsson.
Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.
Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra / forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.