Verkefni

Fá hjá ritara / kennara bekkjarlista með nöfnum foreldra, heimili, síma,
netföngum og dreifa til foreldra
Virkja fleiri foreldra til samstarfs
Endurnýja foreldrasamninginn
Sjá um að manna foreldraröltið (5.-10. bekkur)
Hafa einn kaffihitting á önn fyrir foreldra árgangsins (okt./feb.)
Hafa að a.m.k. eina samverustund foreldra og barna á hvorri önn (nóvember/apríl)
Sjá til þess að árgangurinn fari í hóla– og fjallaferð (sept. / maí)
Aðstoða kennara við að finna aðstoðarmenn t.d. vegna vettvangsferða ef þess gerist þörf
Á unglingastigi—aðstoða á árshátíð
Hafa gaman af því að vera bekkjarfulltrúi
Rétta hjálparhönd á skemmtunum foreldrafélagsins, margar hendur vinna létt verk
Bekkjarfulltrúar geta leitað til foreldrafélagsins með hvað eina sem upp kemur

Fyrst og fremst skal hafa gaman af því að vera bekkjarfulltrúi!