Foreldrasamningar

Annað dæmi um samning

Við foreldrar barna í _______bekk í Smáraskóla munum standa saman um:

  1. Að virða lögboðinn útivistartíma.
  2. Að taka þátt í skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi barna okkar, meðal annars með því að leggja okkar af mörkum til foreldrastarfs.
  3. Að vera vakandi yfir einelti og láta skóla og/eða foreldra vita ef við teljum barn geranda eða þolanda eineltis.
  4. Að sýna samábyrgð með því að ganga úr skugga um að foreldrar gestkomandi barna viti af þeim á heimili okkar.
  5. Að kynnast vinum og skólafélögum barna okkar og hafa samráð við foreldra þeirra.
  6. Að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barna okkar og kenna þeim að sýna hvert öðru og starfsfólki skólans tillitssemi og virðingu.
  7. Að stuðla að góðum bekkjaranda meðal annars með því að gæta þess að engum bekkjarfélaga finnist hann vera út undan, til dæmis þegar boðið er í afmæli.
  8. Að gæta þesss að á heimili okkar hafi börn aðeins aðgang að kvikmyndum, tölvuleikjum og efni á Netinu sem hæfir aldri þirra og þroska.