Heilsugæsla í grunnskóla

Um heilsugæslu í grunnskólum fer eftir gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisþjónusta skólahverfis skal hafa samráð við skólanefnd og skólastjóra um skipulagningu og fyrirkomulag heilsugæslu.

Skólastjóra ber að fylgjast með því að nemendur njóti heilsugæslu í skólanum í samræmi við þá tilhögun sem ákveðin hefur verið skv. 1.mgr.

Sveitarfélög greiða stofnkostnað húsnæðis í skólum sem ætlað er fyrir heilsugæslu og annast rekstur þess.

„Lög um grunnskóla, XII. kafla, 55. gr. nr. 66/1995 um heilsugæslu.