1. bekkur

Eftirfarandi kannanir og próf eru hugsuð til leiðsagnar. 
Sérkennarar skólans og umsjónarkennarar koma sér saman um hvaða kannanir og próf eru lögð fyrir nemendur og hvenær.

Stafakannanir, einstaklingskannanir. Umsjónarkennari leggur Davis-stafakönnun fyrir í upphafi skólaárs og síðan reglulega yfir skólaárið.
Tove Krogh teikniprófið. Hugtakaskilningur, talnagildi, formskyn, fínhreyfingar, blýantsgrip, að fara eftir einföldum og síðar nokkuð flóknum fyrirmælum. Um er að ræða hóppróf sem oft er lagt fyrir nemendur fyrir fyrsta foreldra- og nemendaviðtal. Umsjónarkennari, sérkennari, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og iðjuþjálfi leggja prófið fyrir.
Læsi fyrir 1. bekk. Lagt fyrir í nóvember, mars og maí.
Lestrar- og málþroskapróf. Sérkennari leggur prófið fyrir samkvæmt beiðni frá umsjónarkennara.
Fjölda- og talnaskilningur. Próf Eiríks Ellertssonar, einstaklingspróf eftir þörfum.
Samskiptakönnun. Lögð fyrir eftir þörfum.

Viðhorfskannanir, svo sem tengslakannanir, Ég og skólinn eða eineltiskönnun fari fram í jan. fyrir foreldradag.Kynna verður foreldrum/forráðamönnum fyrirlögn skimana og leita leyfis þeirra vegna fyrirlögn greinandi prófa. Niðurstöður úr prófunum ber að kynna foreldrum með bréfi eða á fundi.