Helstu verkefni námsráðgjafa

Að annast starfskynningar nemenda á unglingastigi.
Að skipuleggja heimsóknir í framhaldsskóla.
Að hafa umsjón með og túlka áhugasviðspróf og veita ráðgjöf á grundvelli þeirra.
Að virka sem upplýsingaveita um námsleiðir og tækifæri þeim tengdum.
Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.

Að vinna að forvörnum í samvinnu við starfsmenn skóla og félagsmiðstöðva.
Að vinna verkefni vegna ástundunar, mætinga, eineltis og samskipta nemenda.
Að veita persónuleg ráðgjöf við nemendur vegna ýmissa vandamála svo sem námsörðugleika, prófkvíða, eineltis og annarra samskiptamála.
Að sitja í ýmsum ráðum sem fjalla um málefni, sem fjalla um velferð nemenda svo sem nemendaverndarráði, áfallaráði og eineltisteymi skólans.

Að vísa einstökum nemendum til sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar í ljós koma vandamál sem eru utan starfs- og þekkingarsviðs námsráðgjafa.
Að viðhalda þekkingu sinni með lestri fagrita, setu ráðstefna og námskeiða.
Að halda skráningu viðtala.Að taka saman tölfræðilegar upplýsingar um þjónustu námsráðgjafar og skilar skólastjóra skýrslu í lok hvers skólaárs.

Að sinna öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri ákveður.