Nemendaráð Smáraskóla

Í 17. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 með áorðnum breytingum frá 1. janúar 2007 er fjallað um stofnun nemendaráða við grunnskóla. Þar segir:

Við hvern grunnskóla skal starfa nemendaráð og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Í nemendaráði situr a.m.k. einn fulltrúi úr hverjum árgangi í 6. – 10. bekk sem nemendur úr þessum bekkjardeildum velja sjálfir. Nemendaráð vinnur m.a. að félags-, hagsmunda- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að ráðið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendaráð skal fá skólanámskrá til umsagnar og aðrar áætlanir er varða skólahaldið. Nemendaráð skal jafnframt fá til umsagnar fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.