NÝJUSTU FRÉTTIR
Breyttur útivistartími 1. sept.
Útivistar-reglurnar* *Skv. 92 gr. laga nr. 80/2002 Á skólatíma 1. september til 1. maí 12 ára börn og yngri mega lengst vera út til kl. 20 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22
Endurskoðun skilmála vegna afnota af spjaldtölvu 2024
Skilmálar vegna afnota af spjaldtölvu hafa verið uppfærðir. Nálgast má skilmálana í heild sinni hér: https://spjaldtolvur.kopavogur.is/skilmalar/ Eftirfarandi breytingar voru gerðar: 2. grein breytist ekki efnislega en síðasta setningin hefur verið færð framar. 3. grein breytist þar sem orðið “Lightspeed” hefur verið tekið út og […]
Skólasetning 23. ágúst
Skólasetning Smáraskóla verður föstudaginn 23. ágúst 2024. Skólastjóri mun hitta nemendur á sal og þeir eiga síðan stund með umsjónarkennurum þar sem farið verður yfir skipulag fyrstu daganna. Foreldrar eru velkomnir á skólasetninguna með börnum sínum. Tímasetningar: . Nemendur í 2.-4. […]
Nemendur í 7. bekk sigurvegarar Siljunnar 2024
Nemendur í 7. bekk í Smáraskóla unnu til verðlauna fyrir 1. og 2. sæti í myndbandakeppni Siljunnar. Borgarbókasafnið í samstarfi við Barnabókasetur Íslands standa saman að keppninni árlega. Skólabókasafnið hlaut veglega bókagjöf fyrir sigurinn og mun hún nýtast okkur öllum vel […]
Styrkleikarnir
Í gær tók Smáraskóli þátt í skóla Styrkleikunum. Nemendur og starfsfólk gengur til stuðning þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. Safnast var stuttlega á sal og því næst gengið hring umhverfist tjörnina í Kópavogsdal. Að lokum var myndað […]
Útskrift og skólaslit
Útskrift 10. bekkjar verður þriðjudaginn 4. júní 17:00 . Útskriftin fer fram í sal skólans. Skólaslit annarra árganga verða miðvikudaginn 5. júní á sal. Kl. 9:00 1.-4. bekkur Kl. 10:00 5.-7. bekkur Kl. 11:00 8.-9. bekkur ATH að frístundaheimilið er opið […]
Vorhátíð Smáraskóla
Vorhátíð Smáraskóla var haldin í dag. Eitthvað lét vorveðrið á sér standa og skutu okkar góðu grannar í Breiðablik yfir okkur skjólshúsi. Hátíðin hófst á sal skólans með ljúfum tónum marimbasveitarinnar og því næst haldið í Fífu þar sem voru hoppukastalar, […]
Helgi sigurvegari Pangea stærðfræðikeppninnar
Helgi Hauksson nemandi í 9. bekk bar sigur úr býtum í úrslitum Pangea stærðfræðikeppninnar síðastliðinn laugardag. Keppnin er fyrir nemendur í 8. og 9. bekk á öllu landinu. Við óskum Helga innilega til hamingju með árangurinn.
Útivistartími 1. maí – 1. sept.
Útivistarreglurnar (skv. 92 gr. laga nr 80/2002) 1. maí til 1. september 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 22 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 24