NÝJUSTU FRÉTTIR

Lestrarvörður í lestrarvikum

Dagana 8. – 18. apríl voru lestrarvikur hjá okkur í Smáraskóla.  Aukin áhersla var á lestur í skólanum og heima þessa daga og söfnuðu nemendur “steinum” í lestrarvörður sem smám saman mynduðu lestrarleið um skólann. Í dag var haldið upp á […]

Kópurinn – tilnefningar

Auglýsing um Kópinn – viðurkenningu Menntaráðs Kópavogsbæjar fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf skólaárið 2023 – 2024. Tilnefning verkefna á eftirfarandi slóð: https://forms.office.com/e/C7nKQN3Bg3

Stóra upplestrarkeppnin

Stóru upplestrarkeppninni fór fram síðastliðinn miðvikudag þar sem Smáraskóli átti þrjá flotta fulltrúa úr 7. bekk. Eiður Fannar Gapunay í 7.bekk stóð uppi sem sigurvegari en allir þátttakendur stóðu sig prýðilega og fengu viðurkenningar, bók og blóm að gjöf. Lesið var […]

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2024 – 2025

Innritun 6 ára barna (fædd 2018) fer nú alfarið fram í gegnum þjónustugátt á vef bæjarins https://thjonustugatt.kopavogur.is Opnað hefur verið fyrir innritun fyrir næsta skólaár og stendur hún til 8. mars 2024. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli […]

Öskudagur

Það var líf og fjör í Smáraskóla í dag, Öskudag. Sungið og dansað var á sal og eftir það frjálst val um fjölbreyttar stöðvar. Að loknum skóladeginum var boðið upp á pizzur og glaðning frá foreldrafélaginu.

Smáraskóli er sigurvegari Sexunnar 2024

Nemendur í 7. bekk í Smáraskóla tóku þátt í stuttmyndakeppni Sexunnar á dögunum. Krakkarnir fengu fræðslu í skólanum um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og völdu sér eitt af eftirfarandi viðfangsefnum: samþykki nektarmynd tæling slagsmál ungmenna Þau stóðu sig virkilega vel og unnu […]

Skákmeistarar

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót stúlknasveita í skák. Smáraskólastelpurnar stóðu sig mjög vel og urðu Íslandsmeistarar stúlknasveita í skák í flokki 3.-5. bekkjar! Það var mjótt á mununum á efstu sveitum, Smáraskóli og Rimaskóli voru með jafn marga vinninga en […]

100 daga hátíð

Stundum á hávaði vel við í skólanum. Nemendur fyrsta bekkjar marseruðu um ganga skólans með bumbuslætti þegar þeir héldu sína hátíð til að fagna hundraðasta deginum í skólanum. Til hamingju með daginn 1. bekkur.

Bóndadagur / lopapeysudagur

Eins og hefð er orðin fyrir fögnuðum við fyrsta degi Þorra, Bóndadegi í dag. Nemendur voru hvattir til að mæta í lopapeysum eða öðrum þjóðlegum klæðnaði. Komið var saman á sal skólans og sunginn Þorrasöngur. Með hádegismatnum gafst svo nemendum kostur […]