Jólapeysu/-rauður dagur – samsöngur

Í dag fimmtudag hvöttum við nemendur til að mæta í rauðu eða jólapeysum og var gaman að sjá þátttökuna. Samsöngur var á sal skólans þar sem sungin voru nokkur jólalög við undirspil Ástu tónmenntakennara á flygilinn okkar sem var endurvígður við tilefnið eftir viðgerð. Flygillinn var gefinn skólanum í minningu nemanda Smáraskóla Víðars Þórs Ómarssonar sem lést árið 1999 einungis sjö ára að aldri. Jólamatur var síðan í hádeginu fyrir alla nemendur skólans.

Posted in Fréttaflokkur.