Siljan

Í mars sendu nemendur í 6. bekk í Smáraskóla nokkur myndbönd í myndbandasamkeppni Borgarbókasafnsins, Siljuna https://barnabokasetur.is/siljan/. Stutt myndbönd eru gerð um barna- og ungmennabækur sem gefnar hafa verið út á Íslandi á síðustu tveimur árum.

Nemendur í 6. bekk keppa í yngri flokki, þ.e. 5. – 7. bekk. Börnin okkar lögðu mikla vinnu og metnað í verkefnið sem skilaði sér í verðlaunum fyrir efstu þrjú sætin í þessum flokki. Fyrsta sæti fylgir vegleg bókagjöf til skólabókasafnsins í Smáraskóla. Vinningshafarnir og Ólína settu saman óskalista af bókum fyrir 100,000 kr. Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir starfsmaður Borgarbókasafnsins kom hingað í skólann og afhenti verðlaunin og bækurnar.

Vinningshafarnir eru:

  1. sæti Kalli breytist í Kjúkling – Snædís Arna Guðmundsdóttir, Sólveig Lára Davíðsdóttir, Sunna Sigurðardóttir
  2. sæti Þín eigin saga – Rauðhetta – Anita Liu Atladóttir, Bjarki Fannar Björgvinsson, Emilía Guðný Magnúsdóttir, Hrafnhildur Rán Elvarsdóttir, Ísabella Soffía Ásgeirsdóttir
  3. sæti Hundmann – teiknimynd – Aþena Katrín Þórðardóttir
Posted in Fréttaflokkur.