Grænfáninn afhentur

Þann 20. maí sl. fékk Smáraskóli afhentan Grænfánann í fimmta skiptið. Unnið var með þemað Loftslagsbreytingar og samgöngur. Unnin voru ýmis verkefni í skólanum og eitt af því var að efla nemendalýðræði. Búið var til slagorð fyrir verkefnið en það er Jörðin í okkar höndum. Það var ánægjulegt að taka við fánanum á vorhátíð skólans og sjá þannig uppskeru vinnu umhverfisnefndar skólans. Smáraskóli leggur rækt við umhverfið og leggur áherslu á að hlúa að umhverfisvitund nemenda í gegnum lýðræðisleg vinnubrögð.

Smáraskóli er þátttakandi í verkefninu Skólar á grænni grein sem er alþjóðlegt verkefni með það að markmiði að nemendur öðlist getu til aðgerða til að auka sjálfbærni og umhverfisvernd í gegnum lýðræðisleg vinnubrögð. Í dag eru milljónir nemenda í 67 löndum víðs vegar um heiminn þátttakendur í verkefninu.

Á myndinni má sjá umhverfisnefnd Smáraskóla með Grænfánann ásamt Rögnu Óladóttur, teymisstjóra Grænfánateymis skólans.

Posted in Fréttaflokkur.