Erasmus gestir

Þessa vikuna eru í heimsókn í Smáraskóla hópur af kennurum og nemendum frá 4 löndum á vegum Erasmus+ verkefnisins „Sustainable Gastronmy: Let´s make a fresh start for healthy eating habits in school education“. Samstarfsskólar okkar í þessu verkefni eru frá Spáni, Rúmeníu, Tyrklandi og Þýskalandi. Nemendur í 10. bekk hafa tekið vel á móti erlendu nemendunum og sýnt þeim það sem Smáraskóli og nærumhverfið hefur upp á að bjóða. Félagsmiðstöðin ÞEBA hefur boðið þeim að koma og taka þátt í starfinu eftir skóla. Erlendur kennararnir hafa einnig skoðað skólann og hafa verið mjög hrifnir af öllum þeim verkefnum sem þeir hafa séð eftir okkar nemendur og sýnileg eru víða um húsnæði skólans. Myndin er tekin þegar gestakennararnir fengu fræðslu um verkefnið „Heilsueflandi grunnskóli“ sem Smáraskóli tekur þátt í. Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Heilsueflandi grunnskóla hjá Landlæknisembættinu hitti hópinn og sagði frá verkefninu.

Posted in Fréttaflokkur.