Páskabingó Smáraskóla

Páskabingó Smáraskóla verður haldið fimtudaginn 7. apríl frá kl. 17:30-19:30 í sal skólans. Heppnir bingóspilarar geta unnið páskaegg og fleiri skemmtilega vinninga.

Verð á bingóspjaldi er 500 kr. Þrjú spjöld á 1.200 kr.
Hægt er að greiða með pening og millifærslu

7. bekkur verður með kaffisölu meðan á bingóinu stendur en viðburðurinn er liður í fjáröflun árgangsins fyrir Laugavegsferð í sumar.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Posted in Fréttaflokkur.