Páskabingó foreldrafélags Smáraskóla

Á laugardaginn, þann 17. mars, verður hið sívinsæla páskabingó foreldrafélags Smáraskóla á milli kl. 11 og 13. Flottir vinningar.
Veglegar veitingar verða reiddar fram af nemendum í 10. bekk skólans. Veitingasalan er liður í fjáröflun þeirra fyrir útskriftarferð.
Við hvetjum nemendur og fjölskyldur þeirra til að fjölmenna í skólann á laugardaginn og eiga skemmtilega stund saman.
Posted in Fréttaflokkur.