Stóra upplestrarkeppnin í Smáraskóla

Stóra upplestrarkeppnin í Smáraskóla var haldinn hátíðleg föstudaginn 2. mars.  Keppnin er fyrir nemendur í 7. bekk.  19 nemendur tóku þátt og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.  Efstu þrír nemendurnir í keppninni voru Hrafnhildur Davíðsdóttir, Salka Heiður Högnadóttir og Róbert Dennis Solomon.  Hrafnhildur og Salka Heiður verða því fulltrúar Smáraskóla og Róbert Dennis til vara í lokakeppninni sem haldin verður síðar í mánuðinum í Salnum hér í Kópavogi.

Posted in Fréttaflokkur.