NÝJUSTU FRÉTTIR
Vegna yfirvofandi verkfalls Starfsmannafélags Kópavogs
Komi til verkfalls hjá starfsfólki í Starfsmannafélagi Kópavogs verður sími skólans lokaður frá kl 9:00-12:00 þriðjudaginn 23. maí og miðvikudaginn 24. maí frá kl. 9:00

Kópurinn 2023
Síðastliðinn miðvikudag veitti menntaráð Kópvogsbæjar sínar árlegu viðurkenningar á uppskeruhátíð sem nefnist Kópurinn. Tvö verkefni frá Smáraskóla fengu tilnefningar. „Marimbakennsla í Smáraskóla“ – Ásta Magnúsdóttir tónmenntakennari og „Teymiskennsla og skapandi kennsluhættir í 5. bekk“ – Kristín Gunnarsdóttir, Kristín Jóna Kristjónsdóttir og […]

Vorhátíð
Í dag var haldin vorhátíð Smáraskóla. Byrjað var á að safnast á sal þar sem Marimbasveit Smáraskóla flutti nokkur lög. Því næst var örlítil breyting á dagskrá vegna veðurs þar sem fjörið var flutt inn í Fífuna. BMX bros enduðu á […]
Vegna verkfalls Starfsmannafélags Kópavogs
Vegna verkfalls hjá starfsfólki í Starfsmannafélagi Kópavogs er sími skólans lokaður frá kl 9:00 mánudaginn 15. maí og þriðjudaginn 16. maí frá kl 9:00-12:00.
Ákvörðun Persónuverndar um notkun Seesaw nemendakerfisins í grunnskólum Kópavogsbæjar
Í ljósi fréttaflutnings um ákvörðun Persónuverndar vegna notkunar Seesaw nemendakerfisins í grunnskólum Kópavogsbæjar er vert að taka fram að Smáraskóli hefur ekki verið með umrætt nemendakerfi í notkun.

Júróvisjón stund á sal
Í dag mættu allir nemendur á sal skólans í upphitun fyrir Eurovision. Skólakór Smáraskóla leiddi tvö lög og svo valdi Börkur skólastjóri upptökur af nokkrum nýjum og eldri smellum við góðar undirtektir.

Fegrum Smárann – Þemadagur í Smáraskóla
Í dag tóku nemendur og starfsfólk Smáraskóla þátt í að plokka í sínu nærumhverfi. Vinabekkir fóru saman um götur hverfisins og nágrenni skólans í Kópavogsdal. Að lokum var allt flokkað í gáma og haldin grillveisla.

Smurbrauðsgerð í 10. bekk
Nemendur í 10. bekk hafa verið að læra um danskar matarvenjur. Á miðvikudaginn fengu þeir góðan gest í heimsókn þegar Hrefna kennari á yngra stigi kom i heimsókn og kenndi þeim að gera Smørrebrød að dönskum sið 🇩🇰 Nemendur stóðu sig […]

Litla upplestrarkeppnin og hjólaferð í Gróttu
Þessa vikuna hjóluðu nemendur 6. bekkjar í Gróttu á Seltjarnarnesi og gistu þar eina nótt. Ekki munaði nema einum degi að nagladekk hefðu þurft til. Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk ásamt tónlistaratriðum var haldin í morgun þar sem foreldrum var boðið […]