Bóndadagur / lopapeysudagur

Eins og hefð er orðin fyrir fögnuðum við fyrsta degi Þorra, Bóndadegi í dag. Nemendur voru hvattir til að mæta í lopapeysum eða öðrum þjóðlegum klæðnaði. Komið var saman á sal skólans og sunginn Þorrasöngur.
Með hádegismatnum gafst svo nemendum kostur á að bragða á nokkrum tegundum af hefðbundnum íslenskum þorramat.

Posted in Óflokkað.