Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót stúlknasveita í skák.
Smáraskólastelpurnar stóðu sig mjög vel og urðu Íslandsmeistarar stúlknasveita í skák í flokki 3.-5. bekkjar!
Það var mjótt á mununum á efstu sveitum, Smáraskóli og Rimaskóli voru með jafn marga vinninga en Smáraskóli var sigurvegari þar sem þær unnu Rimaskóla í innbyrðis viðureigninni.
Nánari fréttir af mótinu:
https://skak.is/2024/01/28/yfir-90-stelpur-a-islandsmoti-stulknasveita/
https://skak.is/2024/01/29/landakotsskoli-smaraskoli-og-rimaskoli-islandsmeistarar-stulknasveita-2024/
Mynd: Börkur skólastjóri, Halldóra, Sóley Una og Andrea.