Við höfum verið dugleg að koma saman og lyfta okkur upp þessa vikuna. Í gær hittumst við öll á sal þar sem fór fram verðlaunaafhending Fjölgreindaleikanna og jólalagasöngur. Í dag voru allir hvattir til að mæta í jólapeysum og/eða rauðum klæðum, jafnt nemendur sem starfsfólk. Börkur skólastjóri leiddi svo jólasamsöng við undirleik Ástu tónmenntakennara.