NÝJUSTU FRÉTTIR

Jólatónleikar kóra Smáraskóla

Í gær voru haldnir jólatónleikar kóra Smáraskóla fyrir húsfylli. Fram komu Skólakór, Barnakór og Krílakór skólans sem hafa æft stíft undanfarið og greinilegt að æfingar hafa skilað sínu. Við þökkum Ástu kórstjóra og þeim sem fram komu fyrir frábæra skemmtun, starfsmönnum […]

Ljósa- og friðarganga Smárskóla

Nú í morgun gengum við öll saman í nafni ljóss og friðar. Skólahljómsveit Kópavogs spilaði fyrir okkur jólalög í miðrýminu fyrir brottför og við heimkomu var heitt kakó með rjóma í boði.

Fullveldisdagurinn – opið hús

Í morgun var opið hús í skólanum í tilefni Fullveldisdagsins. Nemendur sýndu afrakstur fullveldisþemavinnu og Skólakór og Marimbasveit Smáraskóla sáu um skemmtun. Kaffisala var í góðum höndum 10. bekkinga í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð.

Innbrot á Þjóðminjasafninu

Nemendur 5.bekkjar hafa unnið hörðum höndum að gerð myndskreyttrar skáldsögu í anda bóka Ævars vísindamanns.Sögusviðið er Þjóðminjasafnið. Útgáfuhátið var slegið upp í Þjóðminjasafninu þar sem Ævar var að sjálfsögðu heiðursgestur.  

Meistaramót Kópavogs í skák 2023

Í síðastliðinni viku fór fram liðakeppni skóla á Meistaramóti Kópavogs í skák. Þátttakendur frá Smáraskóla stóðu sig öll með sóma og voru til fyrirmyndar. A og B sveitir skólans röðuðu sér í verðlaunasæti á eftir norðurlandameisturum Lindaskóla. Einnig fékk Smáraskóli verðlaun […]

Bleikur föstudagur – samkoma

Það var gaman að sjá samstöðu nemenda og starfsfólks á bleikum föstudegi í dag. Allir nemendur komu saman á sal og sungin voru nokkur lög.

Bleikur föstudagur

Á föstudaginn er Bleiki dagurinn sem er hápunktur árvekniátaks Krabbameinsfélagsins vegna krabbameins hjá konum. Í tilefni dagsins hvetjum við nemendur og starfsfólk Smáraskóla til að skrýðast bleiku á föstudaginn. Við munum koma öll saman á sal kl. 9:19 – 9:30, syngja […]

Kórastarf Smáraskóla

Kríla- og barnakór SmáraskólaKrílakór fyrir 2. bekk mánudagar kl. 13:45 – 14:15Barnakór fyrir 3.-4. bekk þriðjudagar kl. 13:45 – 14:25 Skólakór SmáraskólaFyrir 5.-10.bekk þriðjudaga kl. 14:30 – 15:30 Kóræfingar eru í tónmenntastofu. Kórstjóri er Ásta Magg. Skráning astama(hjá)kopavogur.is

Breyttur útivistartími 1. sept.

Útivistar-reglurnar* *Skv. 92 gr. laga nr. 80/2002 Á skólatíma 1. september til 1. maí 12 ára börn og yngri mega lengst vera út til kl. 20 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22