Jólatónleikar kóra Smáraskóla

Í gær voru haldnir jólatónleikar kóra Smáraskóla fyrir húsfylli. Fram komu Skólakór, Barnakór og Krílakór skólans sem hafa æft stíft undanfarið og greinilegt að æfingar hafa skilað sínu. Við þökkum Ástu kórstjóra og þeim sem fram komu fyrir frábæra skemmtun, starfsmönnum skólans sem aðstoðuðu og tónleikagestum fyrir góða mætingu og stemningu.

Posted in Fréttaflokkur.