Bleikur föstudagur

Á föstudaginn er Bleiki dagurinn sem er hápunktur árvekniátaks Krabbameinsfélagsins vegna krabbameins hjá konum.
Í tilefni dagsins hvetjum við nemendur og starfsfólk Smáraskóla til að skrýðast bleiku á föstudaginn.
Við munum koma öll saman á sal kl. 9:19 – 9:30, syngja saman og með því sýna samstöðu okkar með verkefninu.

Vonandi getum við sem flest verið bleik á föstudaginn.

Posted in Fréttaflokkur.