Viðburðir næstu daga í Smáraskóla

Það er mikið um að vera í Smáraskóla þessa vikuna.
Á morgun 13. des. kl. 17 eru jólatónleikar skólakórs og barnakórs Smáraskóla. Allir velkomnir.
Miðvikudaginn 14. des er hin árlega ljósaganga. Þá ganga saman vinabekkir eldri og yngri árganga. Mikilvægt er að nemendur mæti klæddir eftir veðri og æskilegt að vasaljós séu með í för.
Fimmtudaginn 15. des. er rauður dagur/jólapeysudagur. Þann dag er jólamatur í hádeginu fyrir alla nemendur.
Föstudaginn 16. des. flytja 6. bekkingar helgileik fyrir yngri nemendur.

Posted in Fréttaflokkur.