Skólastarf hefst á morgun 4. janúar

ENGLISH BELOW

Góðan dag og gleðilegt ár ágætu foreldrar.
Á morgun 4. janúar hefst skólastarf að nýju eftir jólaleyfi samkvæmt stundaskrám.

Við förum af stað með hefðbundið skólastarf en þurfum að gera smávægilegar breytingar á skipulagi í hádegi til þess að virða fjöldatakmarkanir. Við svæðaskiptum matsal og miðrými, færum matmálstíma aðeins til í einstaka árgöngum og einhverjir nemendahópar fá mat í sínar kennslustofur.

Vegna manneklu verður frístundaheimilið Drekaheimar einungis opið fyrir nemendur í 1. og 2. bekk á þriðjudag og miðvikudag, 4. og 5. janúar. Eftir það verður líka opið fyrir nemendur 3. og 4. bekkjar.

Eins og fram kom í bréfi frá Almannavörnum sem sent var 30.12 sl. er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi grunnskóla og frístundaheimila á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að fella þurfi niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma.

Við stjórnendur munum að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er og munum í samstarfi við okkar starfsfólk gera allt til að röskun starfsins verið sem minnst. Líklegt er þó að til einhverra raskana komi og biðjum við ykkur að vera því viðbúin. Við vonum þó auðvitað að slíkt verði í algeru lágmarki.

Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.

Rétt er að árétta að skv. núgildandi reglugerð um sóttvarnir, skulu foreldrar og aðstandendur almennt ekki koma inn í skólabyggingar án sérstaks leyfis og í slíkum tilfellum skal bera grímu.

Með samstilltu átaki, varkárni og persónulegum sóttvörnum getum við lagt okkar að mörkum.

Með góðri nýárskveðju og þökk fyrir samstarfið undanfarin misseri.
Skólastjórnendur Smáraskóla.

 

Dear Parents – we wish you a happy new year.
Tomorrow, January 4th, school will start again according to regular schedules.

We will change the times of lunch breaks to accomodate all classes in respect to restrictions. Some classes will get lunch served in their classrooms.

Due to shortage in staff, the after school program Drekaheimar will only operate for grades 1 and 2 in the next two days, January 4th and 5th. After that it will be open to all registered students in grades 1-4.

It is possible that we will have to make further changes in school operation in the next few weeks. We ask for your understanding and cooperation and will inform you regularly as best we can.

Please help your children respect individual hand-washing and other sanitary methods. If your child has any covid like symptoms, please keep them home and do not send them to school unless they get a negative result from PCR test.

Thank you for your cooperation.
The administrative team at Smáraskóli.

Posted in Fréttaflokkur.