Skólasetning skólaársins 2021-2022

Verið velkomin í Smáraskóla!

Skólasetningardagur er þriðjudagur 24. ágúst.

Nemendur í 2.-10. bekk mæta til skólasetningar án foreldra. Nemendur í 1. bekk mæta til viðtals hjá umsjónarkennara með foreldrum samkvæmt fundarboði.
Nemendur mæta á skólasetningu á sal þar sem skólastjóri ávarpar nemendur og býður þá velkomna. Starfsmenn skólans verða með viðveru við anddyri og í miðrými og vísa nemendum á réttan stað.
Því næst fara nemendur með umsjónarkennurum í kennslustofur í um það bil eina klukkustund. Umsjónarkennarar fara yfir það sem er framundan, skólareglur o.fl. og hefja starfið.

  • kl. 9:30 – 11:00 2.-4. bekkur
  • kl. 10:00 – 11:30 5.-7. bekkur
  • kl. 10:30 – 12:00 9.-10. bekkur

Athugið að frístundaheimilið Drekaheimar er lokað á skólasetningardegi.

Posted in Fréttaflokkur.