Útskrift 10. bekkinga og skólaslit í 1.-9. bekk

mánudagur 7. júní kl. 17:00.

Útskrift 10. bekkinga í Digraneskirkju.
Tveir fullorðnir gestir geta komið með hverjum nemanda. Flutt verða ávörp og veittar viðurkenningar en ekki verður hefðbundið kaffisamsæti í lok athafnar.

þriðjudagur 8. júní – skólaslit í 1.-9. bekk í Smáraskóla.
Skólaslit þriðjudag 8. júní á sal skólans. Einn gestur velkominn með hverjum nemanda. Að lokinni athöfn á sal fylgja nemendur umsjónarkennurum sínum í stofur og fá þar afhentan vitnisburð og eiga kveðjustund.
kl. 9:00        1.-2. bekkur
kl. 9:30        3.-4. bekkur
kl. 10:00      5.-7. bekkur
kl. 10:30      8.-9. bekkur

ATH að frístundaheimilið Drekaheimar er opið eftir skólaslit fyrir þá sem þar eru skráðir samkvæmt sérstakri skráningu.

Posted in Fréttaflokkur.