Uppstigningardagur og skipulagsdagur

Minnum á að á morgun fimmtudag er uppstigningardagur og þá eru bæði skólinn og frístundaheimilið lokuð.
Á föstudag er skipulagsdagur kennara og nemendur þá í fríi frá skóla.
Á föstudag er frístundaheimilið opið samkvæmt sérstakri skráningu sem þegar hefur verið send út.

Vonum að þið njótið samveru við þessa daga sem aðra!

Posted in Fréttaflokkur.