Góður árangur hjá skáksveit Smáraskóla

Um liðna helgi var haldið Íslandsmót grunnskóla á vegum Skáksambands Íslands. Sveit Smáraskólas tók þátt eins og áður og var skólanum sínum til sóma.  Þrettán skólar tóku þátt að þessu sinni. Sveit Smáraskóla var efst í sínum riðli ásamt Melaskóla með 17 vinninga.  Efstu 2 lið úr hvorum riðli kepptu svo til úrslita. Þar var keppnin æsispennandi og endaði Smáraskólasveitin í 4 sæti með 3 vinninga. Skákkrakkarnir okkar komu svo stolt í skólann í gær og afhentu skólanum bikar sem þau fengu fyrir sinn góða árangur.

Posted in Fréttaflokkur.