Smáraskóli Kópavogsmeistari 1.bekkjar í skák

Smáraskóli varð Kópavogsmeistari 1. bekkjar í skák í síðustu viku. Þau Kristján Freyr, Ásgeirs Smári, Andrea og Halldóra tóku þátt í Meistaramóti Kópavogs í skák – liðakeppni skólanna. Alls tóku 5 lið úr 1. bekk þátt og tefldi hvert lið fjórar umferðir. Smáraskóli vann á öllum borðum í tveimur umferðum og voru til mikillar fyrirmyndar með prúðri framkomu og yfirvegun. Við óskum þeim Kristjáni Frey, Ásgeiri Smára, Andreu og Halldóru innilega til hamingju en þau æfa öll skák hjá Breiðablik.

Posted in Fréttaflokkur.