Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla

Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn 19. september klukkan 19:30 í Smáraskóla. Við hvetjum foreldra til að mæta og taka þátt, vel mönnuð stjórn skiptir skóla og nemendur máli.

Boðið verður upp á kynningu á teymiskennslu sem hefur nú verið formlega innleidd í skólanum. Kennsluráðgjafi verður með kynningu og skólastjóri og aðstoðarskólastjóri verða fyrir svörum.

Boðið verður upp á kaffi og smá að narta í.

Venjuleg aðalfundarstörf verða samkvæmt dagskrá, vek athygli á því að nú verður boðið upp á samþykkt tveggja ársreikninga, sem og að tillögur að lagabreytingum hafa verið lagðar fram. Lagabreytingarnar snúa að vali á bekkjarfulltrúum og samsetningu stjórnar þar sem varastjórn verður lögð niður og færð inn í aðalstjórn. Einnig er val á fulltrúa í skólaráð bundið við stjórnarmeðlimi.

Dagskrá aðalfundar
a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b. Skýrsla stjórnar.
c. Skýrslur nefnda.
d. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. (fyrir 2018 og 2019)
e. Lagabreytingar skv. 9. grein. (tillögur að breytingum á 5. grein um
f. Árgjald félagsins ákveðið.
g. Kosning stjórnar skv. 7. grein.
h. Kosning fulltrúa í skólaráð.
i. Kosning skoðunarmanns reikninga.
j. Skýrsla skólaráðsfulltrúa.
k. Önnur mál.

Lagabreytingatillögur, núverandi lög eru á https://www.smaraskoli.is/foreldrar/foreldrafelag/log-foreldrafelags-smaraskola

Tillaga #1:
Breyting á 5. grein.

Út falli :
Kennari skipar fjóra bekkjarfulltrúa í upphafi vetrar sem starfa allan veturinn. Eru þeir ábyrgir fyrir einni bekkjarsamkomu fyrir áramót og annarri eftir áramót. Í fyrsta bekk byrja foreldrar þeirra barna sem eru fyrst í stafrófinu, í öðrum bekk næstu fjórir og svo koll af kolli.

Verði í staðinn:
Hver árgangur skal hafa hið minnsta 4 bekkjarfulltrúa sem starfa allan veturinn. Eru þeir ábyrgir fyrir einni bekkjarsamkomu fyrir áramót og annarri eftir áramót. Foreldrar velja sér bekkjarfulltrúa fyrir miðjan september.

Tillaga #2
Breyting á 7. grein:

Er nú:
Stjórn félagsins skal skipuð fimm félögum og þremur til vara sem kosnir eru á aðalfundi. Þar af er a.m.k. einn sem einnig er fulltrúi foreldra í skólaráði.
Kosið er samkvæmt eftirfarandi reglum:
a. Formaður kosinn til eins árs í senn.
b. Fjórir meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að árlega gangi tveir úr stjórninni á víxl.
c. Árlega skal kjósa þrjá varamenn til eins árs í senn. Þar af a.m.k. einn sem er einnig í skólaráði.
d. Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs sér varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.

Verði:
Stjórn félagsins skal skipuð sjö félögum sem kosnir eru á aðalfundi. Tveir þeirra eru einnig fulltrúar foreldra í skólaráði.
Kosið er samkvæmt eftirfarandi reglum:
a. Formaður kosinn til eins árs í senn.
b. Sex meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að árlega gangi þrír úr stjórninni á víxl.
c. Stjórnin kýs fulltrúa í foreldraráð til tveggja ára, þannig að árlega er kosið um einn á víxl.
d. Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs sér varaformann, ritara, gjaldkera og röltfulltrúa. Aðrir eru meðstjórnendur.

Tillaga #3
Breyting á 8. grein

fella út:
h. kosning fulltrúa í skólaráð

Posted in Fréttaflokkur.