Sigur á skákmóti

Tólf stúlkur frá Smáraskóla tóku þátt í Meistaramóti Kópavogs í skólaskák föstudaginn 10. maí, ásamt mörgum öðrum stúlkum úr grunnskólum Kópavogs. Allar stóðu þær sig með sóma. Eftir harða baráttu sigraði Freyja Birkisdóttir í 7. bekk í Smáraskóla skákmótið með því að vinna átta af níu skákum sínum. Glæsilegur árangur hjá Freyju.

Posted in Fréttaflokkur.