Fluguhnýtingar og stangveiði

Nokkrir nemendur í unglingadeild hafa í vetur stundað valnámskeið í fluguhnýtingum og stangveiði. Þeir hafa lært að hnýta flugur og fræðst um ýmislegt sem tengist fluguveiði. Einnig hafa þeir lært réttu tökin með veiðistöngina og sótt kastnámskeið í íþróttasal og úti á opnum svæðum. Hápunktur þessa valnámskeiðs var svo nú á vordögum þegar hópurinn fór í dagslanga veiðiferð í Varmá í Hveragerði. Engar sögur fara af aflabrögðum en ljóst er að hópurinn skemmti sér vel og sýndi fagmannleg vinnubrögð. Kennari hópsins í þessari valgrein er Róbert Haraldsson.

Posted in Fréttaflokkur.