Kosning hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur

Nú er kosning hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Í skólahverfinu okkar verður kosið á milli fjölmargra áhugaverðra verkefna en alls er varið 200 milljónum í verkefnin. Við hvetjum ykkur til að skoða kosningavefinn og taka þátt. Kópavogsbúar eldri en sextán ára geta kosið.

Á meðal verkefna sem hægt er að kjósa um snúa að skólalóð Smáraskóla.  Það væri gaman ef þau verkefni fengju brautargengi í kosningunum.  Kæmi þá fjármagn inn til viðbótar við það fjármagn sem þegar hefur verið ákveðið að setja í uppbyggingu skólalóðarinnar við Smáraskóla.

 

Hér er slóð á kosningavefinn  https://kosning2018.kopavogur.is

Posted in Fréttaflokkur.